Aðalsíða‎ > ‎

Fréttir

Aðalfundur 2018

posted Sep 29, 2018, 2:05 PM by Hrannar Sigurðsson

Í dag var haldinn Aðalfundur sveitarinnar. 
Vel var mætt á fundinn af félögum sveitarinnar og ýmis mál rædd þar á meðal líðandi starfsár ásamt farið yfir ársskýrslur.
Átta nýjir meðlimir voru teknir inn á fundinum
Einnig var kosið í nýja stjórn sveitarinnar en sitjandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 
Ný stjórn var því kosin, 
Formaður: Björn Bjarnason
Varaformaður: Ásta Kristín Sigurðardóttir
Ritari: Guðmundur Vignir Þórðarson
Meðstjórnendur: Bent Helgason & Hrannar Sigurðsson
Varamenn: Helgi Kjartansson & Helgi Ólafsson

Aðalfundur Kyndils 2015

posted Aug 23, 2015, 11:48 AM by einarlar@kyndillmos.is

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Kyndils Mosfellsbæ verður haldinn þann 19.09.2015 klukkan 16:00 í húsnæði Kyndils að Völuteigi 23 270 Mosfellsbæ.
 
Að loknum aðalfundi verður boðið upp á léttar veitingar.
 
Á dagskrá fundar er: 
 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar.
 3. Ársreikningar.
 4. Lagabreytingar.
 5. Stjórnarkjör.
  1. Kosning formanns
  2. Kosning annarra stjórnarmeðlima
 6. Inntaka nýrra félaga.
 7. Önnur mál.
 
Fyrir hönd stjórnar Kyndils. 
Sólveig Ósk Ólafsdóttir
Ritari

Opnunartímar flugeldasölunnar

posted Dec 28, 2014, 12:43 AM by einarlar@kyndillmos.is

Völuteigur 23
28.12.2014 - 10:00 til 22:00
29.12.2014 - 10:00 til 22:00
30.12.2014 - 10:00 til 22:00
31.12.2014 - 10:00 til 16:00

Háholti við Mosfellsbakarí
28.12.2014 - 10:00 til 22:00
29.12.2014 - 10:00 til 22:00
30.12.2014 - 10:00 til 22:00
31.12.2014 - 10:00 til 16:00





Þrjú útköll á fjórum dögum

posted Nov 18, 2014, 1:57 AM by einarlar@kyndillmos.is

Það gerist oft að útköllin og aðgerðirnar koma í gusum. Sú hefur verið raunin undanfarna daga þar sem að Kyndill hefur verið boðaður þrisvar sinnum út á fjórum dögum.

En það gerist sjaldnar að við erum boðuð út tvisvar sama daginn. Það gerðist hins vegar föstudaginn 14.11.2014 siðastliðinn. Hópur frá Kyndli var við leit við Ölfusá þegar að boð komum um annað útkall á hfuðborgarsvæðinu. Hópurnn sem var við störf við Ölfusá fór strax í næstu aðgerð þegar að aðgerðin við Ölfusánna var kölluð aftur eftir að maðurinn fannst.

Síðan bættist við eitt verkefni mánudagskvöldi 17.11.14 og var því verkefni stjórnað úr húsnæði Kyndils í Mosfellsbæ.

Þrátt fyrir talsverðar annir undanfarna daga þá er mannskapurinn og búnaðurinn tilbúinn í næsta verkefni, sem við vitum adrei hvenær kemur




Sérhæfðir leitarmenn bætast í hópinn hjá Kyndli

posted Nov 11, 2014, 12:29 AM by einarlar@kyndillmos.is

Í lok október fóru þrír félagar í Kyndli á fagnámskeið í leitartækni en um er að ræða 40 tíma námskeið sem er ætlar björgunarsveitarfólki sem hefur lokið grunnnámi í leitartækni og hlotið töluverða reynsla í leitarútköllum. Að loknu námskeiðinu er tekið lokapróf og síðan er verkleg lokaæfing. Okkar fólk stóð sig með prýði og stóðust bæði prófið og verklegu lokaæfinguna.

Þeir aðilar sem standast kröfur námskeiðsins fá réttindi sem sérhæfðir leitarmenn en í því felst meðal annars að viðkomandi er fær um að stjórna fyrstu stigum leitaraðgerðar sem og að sinna sérhæfðum verkefnum tengdum leit að fóli.

Til viðbótar við fagnámskeiðið þá tók einn félagi að auki þátt í námskeiðini hegðun týnda (e. Lost person behavior). Á því námskeiði er skyggnst inn í hugarheim hins týnda og hvernig mismunandi hópar fólks bregst við í slíkum aðstæðum.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með áfangan og óskum þeim velfarnaðar í næstu leitarverkefnum





Ný stjórn kosin á aðalfundi

posted Sep 29, 2014, 1:16 AM by einarlar@kyndillmos.is   [ updated Sep 29, 2014, 1:32 AM ]

Laugardaginn 27. september síðastliðinn var aðalfundur Kyndils haldinn. Þar voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kosning til stjórnar. Þar komu þrír nýir einstaklingar inn í stjórn að þessu sinni og óskum tið þeim til hamingju með kosninguna og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Stjórnin er skipuð eftirfarandi einstaklingum

Formaður           
    Davíð Þór Valdimarsson
    
Varaformaður
    Einar Lárusson 
    
Ritari  
    Sólveig Ósk Ólafsdóttir
    
Meðstjórnandi  
    Ásta Kristín Sigurðardóttir 

Meðstjórnandi  
    Bent Helgason

Varamenn  
    Helgi Kjartansson 

    Ragnar Símonarson

Gjaldkeri  
    Óskar Ö Ágústsson

Netfang stjórnar Kyndils er stjorn(hjá)kyndillmos.is

Aðalfundur Kyndils

posted Sep 9, 2014, 6:19 AM by einarlar@kyndillmos.is

Aðalfundur Kyndils verður haldinn laugardaginn 27.09.2014 klukkan 16:00 að Völuteigi 23 270 Mosfellsbæ

Á dagskrá fundar er: 

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar.
 3. Ársreikningar.
 4. Lagabreytingar.
 5. Stjórnarkjör.
  1. Kosning formanns
  2. Kosning annarra stjórnarmeðlima
 6. Inntaka nýrra félaga.
 7. Önnur mál.
Kveðja
Stjórn Kyndils

Æfingarferð og útkall

posted Mar 31, 2014, 1:27 AM by einarlar@kyndillmos.is

Um síðastliðna helgi 28.03 til 30.03 var farin hin árlega sveitar- og æfingaferð Kyndils. Ferðin er mikilvægur liður í æfingum sveitarinnar og skipar stóran sess í að þjappa hópnum saman og veitir okkur gott tækifæri til að kynnast en betur. Það er mikilvægt að fólk sem starfar saman í björgunarsveit þekki hvert annað og geti unnið vel saman er á reynir.

Ferðin gekk vel í alla staði og var það glaður hópur sem kom til baka á sunnudagskvöld.

Á laugardeginum fékk sveitin ósk frá svæðisstjórn á svæði 16, sem nær m.a. yfir Syðra fjallabak, um að senda vélsleðahópinn okkar upp á Mýrdalsjökul þar sem maður hafði slasast á vélsleða. Kallinu var að sjálfsögðu sinnt og löggðu sleðanir strax á jökulinn, en Kyndill var með 5 vélsleða á þessum slóðum. Rúmum 30 mínútum eftir að tilkynningin barst voru fyrstu menn frá Kyndli komnir að hinum slasaða. Þar var hlúð að honum þangað til að þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. Allt fór vel að lokum og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna rúmum klukkutíma eftir að ósk um aðstoð barst.

Eftirfarandi mynd tók Ómar Þór Sigvaldason meðlimur í vélsleðaflokki Kyndils

Mynd: Ómar Þór Sigvaldason

Einn af þessum dögum - Tvö útköll og æfingar sama daginn

posted Mar 23, 2014, 3:51 AM by einarlar@kyndillmos.is   [ updated Mar 23, 2014, 4:08 AM ]

Laugardagurinn 22.mars 2014 byrjaði rólega hjá okkur og þeir félagar sem höfðu áætlað æfingaferðir þennan daginn sáu fram á flottan dag. Sólin skein, hiti við frostmark, hægur andvari og fátt sem bennti til þess að veðrið myndi vera okkur til ama í dag.

Þennan dag þurftum við að nota 10 af 12 björgunartækjum sveitarinnar plús sleðakerrur og sérstakan vagn aftan í vélsleða til að flytja sjúklinga. Þessi dagur átti eftir að verða fjölbreyttur með ýmsum uppákomum.

Félagar úr fjallabjörgunarhópnum fóru í æfingarferð í Esjuna og áætlað var að ganga upp á topp og taka nettar æfingar á leiðinni og fara yfir það hvernig maður athafnar sig í fjalllendi að vetri til. En það er að mörgu að huga og eins og staðan er í Esjunni í dag þá er þar talsverð snjóflóðahætta og því þarf að vera sérstaklega vel búinn og fjallgöngur á Esjuna eru ekki æskilegar fyrir óvant fólk á þessum árstíma. Allt gekk vel hjá okkar mönnum og komust þeir á toppinn án vandræða.

Félagar í vélsleðaflokknum voru einnig á ferð á þessum slóðum og keyrðu um Esjuna, Skálafell og nærliggjandi fjöll. Uppi á Esjunni mættu þeir félagar göngugörpum sem áttu eftir að koma við sögu síðar um daginn.

Um það leiti sem vélseðamennirnir voru að skrifa í gestabókina uppi á Þverfellshorni á Esjunni kom útkall, F1-Gulur-Neyðarstig óskað eftir vélsleðum frá Kyndli. Um var að ræða slasaðan vélseðamann sem hafði farið fram af hengju inni við Skjaldbreið. Okkar menn sneru við brunuðu niður að bíl og fóru áleiðis austur á Þingvöll. Þar slógust þeir í för með tveimur öðrum vélsleðamönnum frá Kyndli sem höfðu svarað kallinu. Ásamt Kyndli voru björgunarsveitir af Suðurlandi boðaðar út ásamt sérhæfðum fjallabjörgunarmönnum frá höfuðborgarsvæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG) var einnig send á vettvang. Okkar menn voru með fyrstu mönnum á staðinn og í þann mund er þeir komu á svæðið þá hafði þyrla LHG fundið hinn slasaða og komið honum um borð í þyrluna. Núna var ekkert annað að gera en að aka sleðunum til baka þar sem bílanir og kerrurnar voru og halda heim í bækistöð og ganga frá, góðu dagsverki var lokið, eða svo héldu menn.

Fjórhjólahópur Kyndils fór í æfingarferð um morguninn þar sem ekið var upp að Hafravatni, þaðan inn í Þormóðsdal og svo inn á Mosfellsheiði. Dagurinn var frábær, gott færi, nægur snjór og veðrið eins og best verður á kosið. Smávægileg bilun gerði vart við sig í buggy bíl sem meðlimur sveitarinnar á og notar í útköllum og æfingum og þurfti því að sækja buggy bílinn upp í Skálafell. Sá sem var í bækistöð til að fylgjast með og aðstoða vélsleðamennina sem núna voru í útkalli á leið að sækja slasaðann vélsleðamann fór nú af stað að sækja buggy bílinn. Það verkefni gekk vel og rétt fyrir klukkan 15:00 var buggy bíllinn og fjórhjólahópurinn kominn í hús. Allir með bros á vör eftir flottan dag á fjöllum í okkar næsta nágreni.

En deginum var ekki lokið.

Þegar að frágangur var að hefjast eftir æfingarferðir og útkall dagsins þá píptu símanir á ný, hópurinn okkar í Esjunni var rétt kominn niður og gerði sig nú klárann í útkall. Jeppinn sem sótt hafði buggy bílinn var nú fylltur af fjallabjörgunarbúnaði og þremur björgunarmönnum. Vélsleðahópurinn dreif sig til baka og gerði sig klárann í næsta verkefni. Tveir ferðalangar voru í sjálfheldu í Esjunni og þeir voru ekki vissir hvar þeir voru staddir. Nokkrum mínútum eftir að neyðarboðin voru send var einn jeppi og eitt fjórhjól frá Kyndli farin úr húsi og byrjuð fyrstu leit út frá tilkynningu þeirra sem voru í vandræðum. 

Hérna voru á ferðinni göngugarpanir sem vélsleðamannirnir okkar höfðu keyrt fram hjá nokkrum tímum áður uppi á Esjunni. Sleðamennirnir okkar ákváðu að fara að Esju rótum og aka aftur upp á fjallið og leita þar á sleðunum. Jeppinn og fjórhjólið voru kominn fyrst inn í Grafardal en í tilkynningunni frá ferðalöngunum kom fram að þeir væru með kort og töldu sig vera þar. Fjallagarpanir voru einnig komnir í Esjuna á nýjan leik og nú hófst leit að þessum tveimur aðilum. Snjóflóðahætta var á svæðinu og því þurftu allir að vera útbúnir með sjnóflóðaýli, stöng og skóflu.

Eftir um hálftíma leit komu nýjar upplýsingar sem benntu til þess að mennirnir væru staddir talsvert vestar í Esjunni og því var haldið inn að bílastæðinu við gönguleiðina upp á Esju. Fjórhjólið okkar hélt upp á fjallið og upp í svokallað Gunnlaugsskarð, okkur þótti líklegt að þeir sem var verið að leita að væru þar. Er björgunarfólkið í jeppanum var stadd við iðnaðarhverfið á Esjumelum var ákveðið að stoppa og líta upp í fjallið með sjónaukum. Þar séust tveir einstaklingar og var það tilkynnt til aðgerðastjórnar. Sá sem fór á fjórhjólinu taldi sig líka sjá tvo einstaklinga fyrir ofan sig en erfitt var að greina þá með berum augum því þeir voru svartklæddir og féllu því vel inn í landslagið í kringum grjót og urð í fjallinu. 

Allt gekk þetta vel að lokum og þyrlan sem hafði fyrr um daginn flutt slasaða vélsleðamanninn á sjúkrahús var nú aftur komin í loftið til að aðstoða við leitina að ferðalöngunum á Esjunni. Þyrlan fann svo mennina ofarlega í Gunnlaugsskarði í Esjunni og náði í mennina á nákvæmlega á þeim stað þar sem okkar maður á fjórhjólinnu hafði talið sig sjá þá.

Að loknum svona degi þá erum við brosandi allan hringinn öll verkefni leystust farsællega og þeir sem lenntu í háska um daginn hlutu ekki alvarlega áverka eða meiðsl.

Núna er búið að ganga frá öllum búnaði, þrífa og fylla tækin af eldsneyti, hlaða talstöðvar, hlaða björgunarfólkið allir eru klárir þegar að síminn pípir næst

Talsvert að gera undanfarna daga

posted Jan 15, 2014, 3:03 AM by einarlar@kyndillmos.is

Það hefur verið talsvert um að vera hjá okkur frá því í byrjun síðustu viku.

Mánudagur 06.01 - Útkall F2-Rauður-Neyðarstig
Kyndill var boðaður út vegna ferðamanns sem hafði fallið ofan í sprungu nærri Öxarárfossi á Þingvöllum. Maðruinn hafði verið á göngu á svæðinu og stigið í gegnum snjó sem huldi sprungu á svæðinu og féll hann 6-8 metra niður. Til allrar hamingju þá slasaðist maðurinn ekki.


Fimmtudagur 09.01 - Útkall F3-Gulur
Leit að Gunnari Loga sem hefur verið saknað síðan 30. desember og auglýst hefur verið eftir. Kyndill sendi 3 björgunarmenn sem gengu meðfram fjöru á Kjalarnesi. Leitin bar því miður ekki árangur.


Laugardagur 11.01 - Útkall F3-Gulur
Tveir hópar frá Kyndli tóku um helgina þátt í leit að ungum manni sem týndist við Saltvík á Kjalarnesi.  Alls voru rúmlega 100 björgunarsveitarmenn að störfum ásamt lögreglu og landhelgisgæslu við afar erfiðar aðstæður.  Fjörur voru gengnar og leitað var í nánasta nágrenni Saltvíkur á landi.


Þriðjudagur 14.01 - Verðmætabjörgun á Kjalarnesi
Kyndill ásamt Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi voru beðnar um að aðstoða við að tæma vöruflutningabifreið sem hafði farið út af veginum skammt frá Grundarhverfi á Kjalarnesi. Kyndill sendi 4 aðila og einn bíl á svæðið, um var að ræða ýmsar vörur sem þurfti að ferja úr flutningabílnum.


1-10 of 81