Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Aðstoðað á gossvæði

posted May 31, 2011, 3:03 PM by Íris Eva Einarsdóttir
Fimmtudaginn 26. maí síðastliðinn fór hópur frá Kyndli til aðstoðar á Kirkjubæjarklaustri vegna gossins í Grímsvötnum. Hópurinn var þar til seinniparts föstudags 27. maí við að þrífa ösku af húsum og byggingum í samvinnu við slökkviliðið.
Hópurinn deildi einnig út vatni á sveitabæi í kring og aðstoðuðu bændur við að smala inn fé sem var orðið illa leikið af ösku.
Margar björgunarsveitir voru á staðnum og þar sem margar hendur komu að var mikið verk unnið á skömmum tíma.


Comments