Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Æfingarferð og útkall

posted Mar 31, 2014, 1:27 AM by einarlar@kyndillmos.is
Um síðastliðna helgi 28.03 til 30.03 var farin hin árlega sveitar- og æfingaferð Kyndils. Ferðin er mikilvægur liður í æfingum sveitarinnar og skipar stóran sess í að þjappa hópnum saman og veitir okkur gott tækifæri til að kynnast en betur. Það er mikilvægt að fólk sem starfar saman í björgunarsveit þekki hvert annað og geti unnið vel saman er á reynir.

Ferðin gekk vel í alla staði og var það glaður hópur sem kom til baka á sunnudagskvöld.

Á laugardeginum fékk sveitin ósk frá svæðisstjórn á svæði 16, sem nær m.a. yfir Syðra fjallabak, um að senda vélsleðahópinn okkar upp á Mýrdalsjökul þar sem maður hafði slasast á vélsleða. Kallinu var að sjálfsögðu sinnt og löggðu sleðanir strax á jökulinn, en Kyndill var með 5 vélsleða á þessum slóðum. Rúmum 30 mínútum eftir að tilkynningin barst voru fyrstu menn frá Kyndli komnir að hinum slasaða. Þar var hlúð að honum þangað til að þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. Allt fór vel að lokum og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna rúmum klukkutíma eftir að ósk um aðstoð barst.

Eftirfarandi mynd tók Ómar Þór Sigvaldason meðlimur í vélsleðaflokki Kyndils

Mynd: Ómar Þór Sigvaldason

Comments