Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Æfing sleðahóps

posted Mar 30, 2009, 7:33 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
Sleðahópur Kyndils hélt á sunnudaginn sína árlegu slysaæfingu fyrir sleða og bílahópa á svæði 1 og 3. Þetta skiptið fór æfingin fram upp við Tjaldafell. Það setti strik í reikninginn að talsverð afföll urðu meðal sveita vegna útkallsins í Skessuhorni deginum áður.

Þrátt fyrir að æfingin hafi verið með minna móti þetta árið gekk allt afar vel og veður var með besta móti sól og blíða. Viljum við koma á framfæri kærum þökkum til Reynis og félaga fyrir afnot af skálanum Ríkinu.
Comments