Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Ásgarður þakkar Kyndli

posted Feb 22, 2013, 5:37 AM by Kyndill Mosfellsbæ
Handverkstæðið Ásgarður veitti Kyndli sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín á miðvikudaginn sl. við hátíðlega athöfn í Kjarnanum í Mosfellsbæ.  Auðsýndu starfsmenn handverkstæðisins þakklæti sitt með glæsilegum verðlaunagripum sem allir félagsmenn fengu til eignar auk þess sem sveitin fékk stærri útgáfu til að prýða aðsetur sitt með.  Verðlaunagripurinn er handskorinn úr tré og sýnir hjarta, ísexi og skóflu, - sem telja má til staðalútbúnaðar björgunarsveitarmanna.

Ásgarður er verndaður vinnustaður með aðsetur í Álafosskvosinni.


Comments