Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Can-am Fjórhjól-kynnisferð með Björgunarsveitinni Kyndli Mosfellsbæ

posted Jan 25, 2011, 12:24 AM by Bent Helgason   [ updated Jan 25, 2011, 12:30 AM ]

Ellingsen fór með nokkrum félögum úr Björgunarsveitinni Kyndli í ferð núna sunnudaginn 23 janúar um nærsveitir Mosfellsbæjar til að prófa nýju Can-Am Outlander fjórhjólin.

Veðrið og færðin gerði ferðina skemmtilega en jafnframt krefjandi fyrir bæði menn og fjórhjól. Undirritaður var á Can-Am Outlander LTD og kom fjórhjólið skemmtilega á óvart. Flott fjöðrun og mjög þægilegt stýrið gerði það að verkum að þó svo að maður telst ekki með allra reyndustu mönnum þá lét hjólið vel að stjórn við hvað erfiðustu aðstæður. Þar sem að það var töluverð bleyta þá lentum við í reglulega mikilli drullu og var ótrúlegt hvað þessum fjórhjólum tókst að komast áfram.
En þegar að hjólin voru í fjórhjóladrifinu og lága þá er greinilega fátt sem stoppar þau. Þægindin voru heldur ekki á verri endanum og skal taka það fram að fyrir mann sem telst til frekar handkaldur þá kom hitin í handföngum og bensíngjöf sér verulega vel!

Ferðafélagar okkar frá Kyndli voru greinilega mjög færir enda voru þeir mjög snöggir yfirferðar, sem kemur svo bara vel þegar að þörf er á vöskum björgunarsveitarmönnum til leitar við allskyns aðstæður.
Fór það samt ekkert á milli mála að þeir báru virðingu fyrir náttúrunni og pössuðu menn sig vel á því að halda sig innan slóða.
Fengu nokkrir að prófa Can-Am Outlander og eins og sést á neðangreindu myndbandi þá var ekkert gefið eftir og ekki að sjá annað en að þetta volduga hjól standi vel undir væntingum.

Við hjá Ellingsen viljum þakka ferðafélugum okkar frá Björgunarsveitinni fyrir skemmtilegan dag.

Comments