Landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var haldið á Dalvík dagana 6. - 10.
júlí síðastliðin. Kyndill fór með rúmlega 40 manna hóp á mótið og þar af 6 umsjónarmenn. Á landsmótinu voru alls um 400 manns og þar af voru 23 erlendir umsjónarmenn frá verkefninu Volunteer together. Margt var í boði fyrir unglingana að spreyta sig í en þar má meðal annars nefna sig, bátar, fjallabjörgun, hópefli, skyndihjálp, leitartækni og rústabjörgun. Haldnir voru björgunarleikar á laugardeginum þar sem keppt var í allskyns þrautum sem endaði svo með kvöldvöku. Kyndill þakkar fyrir vel heppnað mót. |