Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Fjórhjólahópur á æfingu

posted Feb 20, 2009, 1:45 PM by Kyndill Mosfellsbæ
Fjórhjólahópur fór í smá æfingarferð um síðustu helgi og var þá aðallega verið að kanna aðstæður á Mosfellsheiði og eins var verið að athuga hvernig dekkin sem eru undir hjólunum reynast.  Færðin var talsvert þung enda
nýr og blautur snjór sem var ekki farinn að frjósa eða þjappast niður þannig að hjólin fengu að vinna fyrir sínu.

Annað hjólið er á negldum Cooper weather master vetradekkjum og reyndust þau nokkuð vel í þessum aðstæðum en hitt er á ónegldum Toyo dekkjum en þau voru ekki að gera sig nægilega vel þarna og breytti litlu þó hleypt væri úr. Öruggt er að original dekkin hefðu þó verið best við þessar aðstæður þar sem þau bælast betur en bíldekkin sem við vorum á þarna. Í ferðinni voru Helgi og tíkin Gæska á sínu hjóli og
Ingvar á sveitarhjóli.

Þess má geta að síðar um kvöldið var útkall á svipaðar slóðir á Mosfellsheiðinni þar sem þrír fjórhjólamenn lentu í hrakningum og villum.
Comments