Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Framhaldsnámskeið í fyrstu hjálp

posted Mar 24, 2009, 3:22 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Mar 24, 2009, 3:30 AM ]
Námskeið eru órjúfanlegur þáttur í starfi okkar björgunarsveitarfólks.  Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt eða rifja upp og skerpa á þekkingunni.  Undanfarnar vikur höfum við setið framhaldsnámskeið í fyrstu hjálp þar sem grunnatriðin í fyrstu hjálp á fjöllum eru rifjuð upp og síðan kafað dýpra og víðar.  Á námskeiðinu sem ætlað er til að þjálfa björgunarsveitarfólk til að takast á við stóráföll og eftirköst þeirra.

Helstu námskeiðsþættir eru:
Björgunarmaðurinn, áverkaferli, skráning, tilkynning slyss, aðkoma að látnum, aðkoma að flugslysi, almannavarnir, hópslys, forgangsröðun, greiningarstöð, þrýstiáverkar, flutningur og yfirseta, móttaka þyrlu, súrefnisgjöf, áfallahjálp, aðstoð við vökvagjöf. 

Námskeiðinu lauk síðan með viðamikilli æfingu í fjallendi þar sem unglingadeildin okkar sá um það vandasama hlutverk að leika sjúklinga sem þau leystu með miklum sóma.  Meðal áverka og verkefna sem leysa þurfti voru höfuðáverkar, hryggáverkar, mjaðmagrindarbrot, ofkæling auk annarra minni áverka.  Og ekki má gleyma að hemja þurfti ofsahræddan einstakling hvers hlutverk var að gera fyrstu greiningu og forgangsröðun erfiðari.


Comments