Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Gleðilegt nýtt ár - þökkum stuðninginn

posted Jan 5, 2011, 12:50 AM by Kyndill Mosfellsbæ
Kyndill óskar öllum Mosfellingum og öðrum velunnurum og gleðilegs nýs árs og velfarnaðar á nýju ári.
Einnig viljum við þakka góð viðbrögð við flugeldasölunni okkar sem er mikilvægasta tekjuöflun félagsins.  

Árleg brenna og flugeldasýning Kyndils verður síðan haldin á þrettándanum og hvetjum við alla til að fjölmenna.

Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 20. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur og fjöldasöngur verður undir stjórn Karlakórsins Stefnis.

Álfakóngur og álfadrottning mæta á svæðið að vanda og einnig Grýla, Leppalúði og þeirra hyski.

Minnt er á að næg bílastæði eru við Þverholt, þaðan sem blysförin leggur af stað.


Smellið á myndina til að sjá í fullri stærð.
Comments