Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Gleðileg jól

posted Dec 26, 2009, 5:06 PM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Dec 27, 2009, 9:51 AM by Kyndill Mosfellsbæ ]
Um leið og við hjá Kyndli óskum sveitungum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla viljum við minna á flugeldasölu Kyndils sem hefst að morgni 28. des.  Flugeldasalan er mikilvægasta tekjuöflun allra björgunarsveita og forsenda þess að hægt sé að halda úti öflugri björgunarsveit. Þeir fjármunir sem björgunarsveitir afla með flugeldasölu standa straum af þjálfun félagsmanna, viðhald og endurnýjun björgunartækja og rekstur.  

Þátttaka í starfi björgunarsveitar er að öllu leiti í sjálfboðastarfi og bera félagsmenn auk þess allan kostnað af sínum persónulega björgunarbúnaði.
Áætla má að hver félagsmaður skili árlega að lágmarki um 100 klst. í þjálfun, viðhaldi tækjabúnaðar, leitir og önnur björgunarsveitarstörf. 

Nánari upplýsingar um flugeldasölu Kyndils má finna hér.