Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Góð gjöf frá Kirkjukór Lágafellssóknar

posted Jan 10, 2009, 8:45 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Jan 10, 2009, 8:59 AM ]
Kirkjukór Lágafellssóknar færði Kyndli höfðinglega peningagjöf á dögunum. Valgerður Magnúsdóttir og Jónas Þórir afhentu Hlyn Sigurðarsyni formanni Kyndils rúmlega 200 þúsund krónur og var féð afrakstur styrktartónleika fyrir Kyndil sem haldnir voru í Fríkirkjunni fyrir jól.

Kunnum við kirkjukór Lágafellssóknar miklar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf og er ómetanlegt að eiga að stuðningsmenn sem standa við bakið á okkur og okkar starfi.
Comments