Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Hálendisgæsla og sumar 2012

posted Aug 8, 2012, 2:08 PM by Íris Eva Einarsdóttir   [ updated Aug 9, 2012, 2:02 AM ]
Um síðustu mánaðarmót stóð Kyndill vatkina á Kili í svokallaðri Hálendisvakt björgunarsveitanna sem haldin er í sjöundasta skipti nú í ár. Felur vaktin í sér að björgunarsveitir landsins eru viku í senn á hálendinu til að aðstoða og leiðbeina þeim ferðamönnum sem ferðast þar um. Landið er skipt upp í fjóra parta, Fjallabak, Kjöl, Sprengisand og Norðan Vatnajökuls.
Tiltölulega rólegt var á vaktinni sem Kyndill stóð en meðal verkefna má nefna bílveltu þar sem allir sluppu ómeiddir og athuga þurfti með líðan fólks þar sem metið var hvort kalla þurfti til sjúkrabíl.

Kyndill hefur haft í nógu að snúast í sumar og má nefna að í júní og júlí hafa verið rúmlega 11 útköll. Þar á meðal einstaklingar í sjálfheldu, leit við Hafravatn og Brynjudal og fótbrot við Glym, Hafrafell og Esju.

Kyndill vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir þá styrki sem þeir veittu fyrir hálendisgæsluna í ár:

Sláturfélag Suðurlands 

Matfugl


 
 
 
Comments