Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Kyndill í viðbragsstöðu vegna veðurspár í kvöld

posted Dec 22, 2008, 6:58 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
Gert er ráð fyrir stormi og asahláku í kvöld og verður Kyndill því í viðbragðsstöðu í ljósi reynslu fyrri ára.    Húseigendur eru beðnir að huga vel að lausum hlutum í görðum sínum og tryggja að allt sem fokið getur sé tryggilega bundið niður eða fergt.  Ef aðstoðar er þörf skal hringja í Neyðarlínuna í síma 112 sem tekur á móti aðstoðarbeiðnum og forgangsraðar og úthlutar til björgunarsveita.

Desember 2007. Tré tryggt sem var við að rifna upp með rótum.
Comments