Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Landsæfing 2013

posted Oct 13, 2013, 4:17 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Oct 13, 2013, 4:28 AM by Kyndill Mosfellsbæ ]
Þrír hópar frá Kyndli fóru á landsæfingu Landsbjargar sem er haldin annað hvert ár. Björgunarsveitir frá öllum landsfjórðungum komu saman í Borgarfirðinum og leystu hin ýmsustu verkefni.

  • Fjallahópur Kyndils fór fimum höndum um spottana og hífði mann og annan upp þrítugan hamarinn.
  • Fjórhjólahópur náði mikilli yfirferð í sínum verkefnum og voru ófáir kílómetrarnir lagðir að baki.
  • Leitar- og sjúkrahópur leystu öll sín verkefni með sóma og hraði.
Allir hópar fengu blönduð verkefni þar sem beita þurfti kunnáttu við fleiri en eitt svið.  Þó svo að björgunarmenn sérhæfi sig í einstökum verkþáttum þá þurfa allir að kunna skil á grunnþáttum eins og fyrstu hjálp því oft endar t.d. fjallabjörgun eða leit á aðhlynningu.

Æfingin í ár heppnaðist afar vel og var hápunktur dagsins ljúffeng veislumáltíð þar sem boðið var upp á gómsætt lambakjöt í brúnni sósu með öllu tilheyrandi. Alls voru um 50 hópar  á æfingunni sem leystu samtals um 200 skemmtileg verkefni í blíðskaparveðri.