Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Landsæfing á Reykjanesi

posted Oct 24, 2009, 1:02 PM by Guðbrandur Örn Arnarson
Tveir hópar frá Kyndli tóku þátt í Landsæfingu Landsbjargar sem haldin var að þessu sinni á Reykjarnesi.
Alls voru um 350 björgunarsveitarmenn við æfingar í blíðskaparveðri í dag og voru 53 verkefni í boði allt eftir áhugasviði hvers hóps.  Mikil áhersla var lögð á fyrstuhjálp, fjallabjörgun og leitartækni. Þóttu æfingarnar ganga vel og voru flest verkefnin krefjandi og komu þreyttir björgunarsveitarmenn reynslunni ríkari aftur í Mosfellsbæinn. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hóp frá Kyndli setja hálskraga og bakspelkur á "sjúkling" sem verið var að búa til flutnings eftir að hafa dottið í hálu fjörugrjóti.
Comments