Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Landshlutafundur Landsbjargar 2012

posted Mar 23, 2012, 6:46 AM by Íris Eva Einarsdóttir
Á morgun laugardaginn 24. mars boðar Slysafélagið Landsbjörg til Landshlutafundar. Fundurinn er opinn öllum fullgidum félagsmönnum eftir kl. 10.50 og verður hann haldinn í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Fundurinn í heild sinni verður haldinn á milli kl. 9.00 til 17.00 og getið þið nálgast dagskrána hér fyrir neðan og er skráning á innra svæði Landsbjargar.

Stjórn Landsbjargar og stjórnir eininga á svæði 1 og 2 byrja á því að funda á milli kl. 9.00 og 11.00 og kl. 10.50 byrjar kynning á innrasvæði félagsins ásamt heimasíðu fyrir alla félagsmenn. Um klukkan 11 byrja málstofur um ýmis mál þar sem öllum er velkomið að taka þátt og standa þær fram eftir degi.
Hvetjum alla sem hafa áhuga að skrá sig hér.
Ċ
Íris Eva Einarsdóttir,
Mar 23, 2012, 6:46 AM
Comments