Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Námskeið í fjallabjörgun

posted May 25, 2011, 2:31 PM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated May 25, 2011, 2:36 PM ]
Fjallahópur Kyndils sækir á hverju ári fjölda námskeiða og um síðustu helgi var haldið sérhæft námskeið í fjallabjörgun þar sem farið var yfir helstu atriði sem nauðsynlegt er að kunna skil á við björgun mannslífa á fjöllum.  Tveir gestir frá björgunarsveitinni Sigurgeir í Gnúpverjahreppi sóttu námskeiðið með okkur í Kyndli.  Þökkum við leiðbeinendum okkar kærlega fyrir framúrskarandi námskeið.