Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Sérhæfðir leitarmenn bætast í hópinn hjá Kyndli

posted Nov 11, 2014, 12:29 AM by einarlar@kyndillmos.is
Í lok október fóru þrír félagar í Kyndli á fagnámskeið í leitartækni en um er að ræða 40 tíma námskeið sem er ætlar björgunarsveitarfólki sem hefur lokið grunnnámi í leitartækni og hlotið töluverða reynsla í leitarútköllum. Að loknu námskeiðinu er tekið lokapróf og síðan er verkleg lokaæfing. Okkar fólk stóð sig með prýði og stóðust bæði prófið og verklegu lokaæfinguna.

Þeir aðilar sem standast kröfur námskeiðsins fá réttindi sem sérhæfðir leitarmenn en í því felst meðal annars að viðkomandi er fær um að stjórna fyrstu stigum leitaraðgerðar sem og að sinna sérhæfðum verkefnum tengdum leit að fóli.

Til viðbótar við fagnámskeiðið þá tók einn félagi að auki þátt í námskeiðini hegðun týnda (e. Lost person behavior). Á því námskeiði er skyggnst inn í hugarheim hins týnda og hvernig mismunandi hópar fólks bregst við í slíkum aðstæðum.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með áfangan og óskum þeim velfarnaðar í næstu leitarverkefnum

Comments