Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Skessuhorn klifið

posted Feb 19, 2012, 11:47 AM by Íris Eva Einarsdóttir
Í gær, laugardaginn 18. febrúar fór 12 manna hópur úr Kyndli uppá Skessuhorn á Skarðsheiði. Gangan tók rúmar 7 klukkustundir og var þetta blandaður hópur sem samanstóð af félögum úr fjallaflokki, fjórhjólaflokki og nýliðum. Veðrið var gott allan tímann sem á göngunni stóð, eða rúmlega -10°C, 2 - 6 m/s og léttskýjað. 
Þökkum öllum sem tóku þátt í göngunni fyrir frábæran dag. 

Comments