Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Sleðaæfing með undanförum

posted Feb 16, 2012, 11:31 AM by Íris Eva Einarsdóttir
Í gærkvöldi, 15. febrúar var haldin snjóflóðaæfing fyrir undanfara og sleðamenn á svæði 1. Æfingin var haldin austanmegin í Bláfjöllum og fóru alls 7 björgunarsveitarmenn frá Kyndli og þar af 6 sleðamenn á æfinguna.

Æfingin var sett upp þannig að 3 flóð féllu og 5 menn grafnir. Hún gekk mjög vel fyrir sig og reyndi hún mikið á stjórnun og skipulag björgunarsveitarmanna og notkun vélsleða við að flytja björgunarmenn og búnað á flóðasvæðin.

Þökkum undanförum HSSR fyrir góða æfingu.
Comments