Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Sleðamessa

posted Nov 18, 2012, 2:10 AM by Íris Eva Einarsdóttir   [ updated Jan 18, 2013, 4:41 AM by Kyndill Mosfellsbæ ]
Sleðamessa var haldin um helgina í húsnæðum Kyndils. Vel mætt var á messuna og komu þangað björgunarsveitarmenn frá mörgum einingum viðsvegar af landinu.
Þar voru nokkrir fyrirlestrar fluttir af ýmsum toga tengt vélsleðum og björgun.
Flutt var erindi um reynslu þess að lenda í snjóflóði á Tröllaskaganum, Veðurstofan kynnti væntanlegar snjóflóðarspár á vef Veðurstofunnar, fjallað var um stórt snjóflóð sem féll í Kanada og óttast var að yfir 300 manns hefðu grafist í snjó og farið var svo í hugvekju og ábyrgð sleðananna í náttúru Íslands.
Undir lokinn var sýnt forvarnarmyndband fyrir þá sem aka um á vélsleðum.
Kyndill þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
Comments