Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Sleðamessa 2012

posted Feb 16, 2012, 11:14 AM by Íris Eva Einarsdóttir
Um síðustu helgi var Sleðamessa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar haldin á Akureyri. Frá Kyndli fóru tveir sleðar norður en nú í ár var ákveðið að hafa hluta af messunni verklega.

Um 40 sleðamenn víðsvegar af landinu komu saman á laugardeginum og farið var með þá í æfingar í fjalllendi á utanverðum Tröllaskaga.
Á sunnudaginn var svo farið frá Grenivík og ekið að skálanum Gili.
 
Sleðahópur Kyndils þakkar öllum fyrir góða helgi fyrir norðan.
 
 
 
 
 
 
Comments