Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Þrjú útköll á fjórum dögum

posted Nov 18, 2014, 1:57 AM by einarlar@kyndillmos.is
Það gerist oft að útköllin og aðgerðirnar koma í gusum. Sú hefur verið raunin undanfarna daga þar sem að Kyndill hefur verið boðaður þrisvar sinnum út á fjórum dögum.

En það gerist sjaldnar að við erum boðuð út tvisvar sama daginn. Það gerðist hins vegar föstudaginn 14.11.2014 siðastliðinn. Hópur frá Kyndli var við leit við Ölfusá þegar að boð komum um annað útkall á hfuðborgarsvæðinu. Hópurnn sem var við störf við Ölfusá fór strax í næstu aðgerð þegar að aðgerðin við Ölfusánna var kölluð aftur eftir að maðurinn fannst.

Síðan bættist við eitt verkefni mánudagskvöldi 17.11.14 og var því verkefni stjórnað úr húsnæði Kyndils í Mosfellsbæ.

Þrátt fyrir talsverðar annir undanfarna daga þá er mannskapurinn og búnaðurinn tilbúinn í næsta verkefni, sem við vitum adrei hvenær kemur
Comments