Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Vel heppnað Tækjamót

posted Feb 17, 2011, 1:38 AM by Bent Helgason
Kyndill tók þátt í tækjamóti Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem var haldið  á svæðinu norður og austur af Grenivík. Mótið var einstaklega vel heppnað en um 1/3 af útkallstækjum björgunarsveita voru í Eyjafirðinum. Um 300 félagar björgunarsveita tóku þátt á 60 jeppum, 60 sleðum, 10 snjóbílum og 6 fjórhjólum.
Kyndill sendi 4 sleða, 4 fjórhjól, 3bíla og 1buggý á mótið.
Sleðarnir fóru á Kaldbak um fjöllin þar norður af og niður í Hvalvatnsfjörð. Jepparnir fóru út í Flateyjardal og einhverjir fóru yfir Flateyjardalsheiði í Leirdal. Snjóbílar og nokkrir jeppar fór á Kaldbak.
Hér má sjá frá Gumma
Og hér frá Bent
Comments