Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Kyndill færir skólabörnum gjöf

posted May 8, 2013, 4:07 PM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated May 8, 2013, 4:09 PM ]
Einar Lárusson og Adela Halldórsdóttir frá Kyndli heimsóttu í dag 1. bekk í Krikaskóla og færðu öllum börnunum endurskinsvesti. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefur þessi vesti til að nota í vettvangsferðum. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Þema þessa verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.