Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Vilt þú starfa í björgunarsveit? Kynningarfundur 7. sept.

posted Aug 28, 2011, 6:45 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Aug 28, 2011, 11:16 AM ]
Kyndill leitar nú að sjálfboðaliðum 18 ára og eldri til að taka þátt í nýliðaþjálfun 2011-2012.  

Kynningarfundur verður haldinn fyrir áhugasama miðvikudaginn 7. september kl. 20.00 í húsakynnum Kyndils að Völuteig 23 Mosfellsbæ.

Nýliðar fá góða fræðslu og þjálfun í ferða- og fjallamennsku, skyndihjálp, fjarskiptum og mörgu öðru sem nauðsynlegt er að kunna við björgunarstörf í íslensku veðri og náttúru.