Aðalsíða‎ > ‎Fréttir‎ > ‎

Viltu ganga í unglingadeild? Kynningarfundur 14. sept.

posted Sep 1, 2009, 5:38 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Sep 1, 2009, 6:00 PM ]
Unglingadeild Kyndils leitar nú að hressum og skemmtilegum krökkum í 10. bekk til að ganga til liðs við Unglingadeild Kyndils.

Kynningarfundur um starfssemi unglingadeildarinnar í vetur verður haldinn fyrir áhugasama miðvikudaginn 14. september kl. 20.00 í húsakynnum Kyndils að Völuteig 23 Mosfellsbæ.

Unglingadeildin er góður undirbúningur fyrir hressa krakka með áhuga á góðum félagsskap og ferðamennsku. Unglingardeildarstarf er skemmtilegt og fræðandi og góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfssemi björgunarsveita.  Þrautþjálfað björgunarsveitarfólk sinnir unglingadeildarstarfinu.
Comments