Aðalsíða‎ > ‎

Gerast félagi

Á hverju ári ganga nýjir meðlimir til liðs við Kyndil.og taka þátt í þjálfurnardagskrá sveitarinnar. Standist meðlimir kröfur sveitarinnar að lokinni grunnþjálfun eru þeir teknir inn sem fullgildir félagar á aðalfundi að hausti.

Á þjálfunartímanum er almenn mætingarskylda bæði á námskeið, ferðir og annað starf sem sinna þarf.  Félagsfundir eru vikulega.

Grunnnámskeið í Björgunarmanni 1

Ferðamennska
8 klst
(1 dagur eða 2 kvöld)
Grunnatriði ferðamennsku. Ferðahegðun, fatnaður, einangrun, útbúnaður. Markmiðið er að kenna björgunarfólki hvernig á að búa sig til útivistar.
Rötun
8 klst
(1 dagur eða 2 kvöld)
Grunnatriði rötunar. Notkun áttavita, korts og GPS staðsetningartækja. Staðsetningar, stefnur, mælikvarðar og svo framvegis. Markmiðið er að gera björgunarfólk sjálfbjarga í rötun.
Fyrsta hjálp 1
20 klst
(2 dagar og 1 kvöld)
Fyrstu hjálp 1 er ætlað að gera björgunarsveitafólk fært um að sinna slösuðu fólki til fjalla og fjarri læknishjálp. Meðal umfjöllunarefna eru beinbrot, blæðingar, innvortis áverkar, höfuðáverkar og margt fleira.
Fjallamennska 1
20 klst
(2 dagar og 1 kvöld)
Á Fjallamennsku 1 eru kennd grunnatriði í ferðalagi um fjalllendi að vetri til. Æfð er ganga á mannbroddum, notkun ísaxar og ísaxarbremsa, línumeðferð, sig og létt klifur svo að það helsta sé nefnt.
Fjarskipti 1
4 klst 
(yfirleitt 1 kvöld)
Grunnatriði í notkun fjarskiptatækja við björgunarstörf. Hvaða tæki eru í notkun og hvernig eru þau notuð?
Leitartækni
16 klst
(2 dagar )
Fjallað er um leit að týndu fólki, aðferðir og búnað. Verklegar æfingar og fyrirlestrar. Leitaraðferðir, upplýsingaflæði, sporrakningar, hópstjórnun, stjórnkerfi og margt fleira.
Slöngubátar 1
12 klst
(1 dagur og 1 kvöld)
Grunnatriði í meðferð og umgengni við slöngubáta. Miðar að því að gera björgunarsveitafólk hæft til að umgangast slöngubáta og bregðast við ef eitthvað kemur upp á.
Snjóflóðaleit
12 klst
(1 dagur og 1 kvöld)
Allt björgunarsveitafólk getur lent í snjóflóðaleit og námskeiðið miðar að því að kenna leit í snjóflóðum og tryggja öryggi þeirra sem leita. Meðal námsþátta eru leit með snjóflóðaýli og leit með snjóflóðastöng.
Björgunarmaðurinn í aðgerðum
4 klst 
(yfirleitt 1 kvöld)
Námskeiðinu „Björgunarmaðurinn í aðgerðum" er ætlað að skýra fyrir nýjum félögum björgunarsveita innviði björgunargeirans og hvaða merkingu það hefur að vera í björgunarsveit. Ábyrgð, staða, réttindi og 

Unglingastarfi er nánar lýst hér.

Umsóknareyðublað er hér að neðan sem viðhengi.
Ċ
Guðbrandur Örn Arnarson,
Feb 17, 2009, 6:09 AM