Dagbók

 

F3- Fólk í sjálfheldu á Þverfellshorni

posted Feb 17, 2018, 2:32 PM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Feb 17, 2018, 2:34 PM ]

Kyndill var boðaður út vegna pars sem treysti sér ekki niður klettabeltið á þverfellshorni á Esjunni sökum hálku. Þau höfðu farið upp á Þver­fells­hornið en treystu sér ekki niður kletta­beltið aft­ur. 
1 gönguhópur fór frá Kyndli lagði af stað gangandi upp Esjunna.
Sleðahópur frá FBSR kom að fólkinu uppá topp og hjálpaði því niður Kelttabeltið
Kyndill tók svo á móti þeim rétt fyrir neðan klettanna og hjálpaði því niður restina af leiðinni.
Allt gékk vel og var parið ekki orðið kallt enda voru þau vel klædd.


F3- Tveir fastir bílar á Mosfellsheiði

posted Jan 23, 2018, 10:10 AM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Jan 23, 2018, 10:24 AM ]

Kyndill var kallaður út kl 01:39 aðfara nótt þriðjudag. 23.janúar.
Tveir bílar höfðu ætlað að fara línuveginn frá Helgufossi að bjarga bíl félaga síns en svo skall á vonsku veður og villtust þeir af leið og festu bíla sína í snjó.
 Voru bílarnir búnir að vera fastir síðan kl 19 um kvöldið. 
Bílar og ökumenn voru báðir vanbúnir fyrir fjallaakstur. 

Einn hópur fór úr húsi að bjarga 5manns sem höfðu fest bíla sína við Leirvogsvatn í miklum snjó. 
Erfilega gékk að komast að fólkinu því skyggni var lélegt og færi þungt á köflum. Mikið bras var á heiðinni og endaði það þannig að Kyndill 3 missti afturdrifið og þurfti eingöngu að treysta á framdrifið sem gékk erfilega í þessu færi
Kl: 03:30 var Kyndill 4 kallaður út til að koma Kyndil 3 til aðstoðar og komast að mannskapnum.
Komið var að mannskapnum kl 05:30 og var annar bílinn losaður og elti hann Kyndilsmenn í bæinn. Hinn var skilinn eftir rafmagnslaus.

Kyndill kom í hús kl  07:30 og var þetta löng og viðburðarík nótt hjá okkur.F3 - Fastir Bílar á Mosfellsheiði

posted Jan 17, 2018, 10:41 AM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Jan 23, 2018, 10:27 AM ]

Einn hópur frá Kyndli ásamt flestum Björgunarsveitum á Höfuborgarsvæðinu fengu óveðursverkefni á Mosfellsheiði í gær rétt eftir kl 15:00
30 fastir bílar og tvær 50 manna rútur voru strand uppá háheiði. Önnur rúta var þvert á veginn og byrjað var að koma fólkinu úr henni í skjól niður við Laxnes svo hægt væri að athafna sig við rútuna. Náðist að losa rútunni svo hægt væri að komast að hinum bílunum. Tókst vel að leysa úr bílaflækjunni og kom snjómoksturvél frá Þingvöllum til hjálpar og Snjóbíllinn Ísak fá Björgunarsveitinni Ársæl létti verkið til muna.
Allir bílar voru komnir niður af heiði í kringum kvöldmatarleitið.  
Margar hendur vinna létt verk.
Mynd: Frá ruv.is

F3 - Vegagerðin Mosfellsheiði Lokun

posted Jan 17, 2018, 10:03 AM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Jan 18, 2018, 2:39 AM ]

Lokun við Gljúfrastein frá 15:00-21:00
Kyndill stóð vaktina við hliðið
Afskapa veður og fjöldi bíla fastir á heiðinni ástam tveim 50 manna rútum.Útkall F3-Gulur

posted Jan 12, 2014, 10:45 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Jan 12, 2014, 10:49 AM ]

Tveir hópar frá Kyndli tóku um helgina þátt í leit að ungum manni sem týndist við Saltvík á Kjalarnesi.  Alls voru rúmlega 100 björgunarsveitarmenn að störfum ásamt lögreglu og landhelgisgæslu við afar erfiðar aðstæður.  Fjörur voru gengnar og leitað var í nánasta nágrenni Saltvíkur á landi.

Útkall F2-Rauður-Neyðarstig: Ferðamaður féll ofan í sprungu á Þingvöllum

posted Jan 7, 2014, 5:24 AM by einarlar@kyndillmos.is

Mánudaginn 6. janúar var Kyndill boðaður út vegna ferðamanns sem hafði fallið ofan í sprungu nærri Öxarárfossi á Þingvöllum. Maðruinn hafði verið á göngu á svæðinu og stigið í gegnum snjó sem huldi sprungu á svæðinu og féll hann 6-8 metra niður. Til allrar hamingju þá slasaðist maðurinn ekki.

Kyndill var boðaður út til að vera Björgunarfélagi Árborgar innan handar ef á þyrfti að halda. Aðgerðin gekk vel og þurfti okkar hópur ekki að taka beinann þá í aðgerðinni. Sendur var einn hópur á staðinn, alls 6 manns ásamt því að í húsi voru 4 félagar okkar tilbúnir að boða út frekara viðbragð og veita aðstoð ef þess yrði þörf.

Í þessu tiltekna tilfelli hefði getað verið um mun alvarlegra ástand að ræða. Það getur endað illa að falla 6-8m ofan í gjótu í grýttu hrauni og í slíkum tilfellum þá er boðað út meira viðbragð frekar en minna.


Myndin er frá námskeiði í fjallabjörgun

Ófærðarútkall á Mosfellsheiði á aðfangadagskvöld

posted Dec 25, 2013, 3:16 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Dec 25, 2013, 3:16 AM ]

Kyndill ásamt flestum öðrum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu fékk ærin verkefni á Mosfellsheiðinni og Nesjavallaleið vegna ófærðar. Alls var rúmlega 60 manns komið byggða og tóku um 50 björgunarsveitarmenn í 18 hópum þátt í verkefninu sem hófst rétt áður en jólasteikin var á borð borin og lauk um 2 í nótt.  Sem betur fer kom rúmlega klukkustundar hlé í útköllum þannig að flestir náðu samveru með fjölskyldu sinni þangað til að ræst var út aftur.

Leit á Fjallabaki

posted Oct 6, 2013, 11:33 AM by Gudbrandur Örn Arnarson   [ updated Oct 6, 2013, 11:34 AM ]

Kyndill hefur tekið þátt í leitinni að Nathan Foley-Mendelssohn 34 ára bandaríkjamanni sem talið er að hafi týnst í nágrenni við Landmannalaugar. Nathan hugðist ganga Laugaveginn og lagði af stað þriðjudaginn 10. september frá Laugum. Þennan dag var veður vont og daginn eftir eða 11. september var afar vont veður, stormur og mikil ofankoma. Ekkert hefur heyrst frá Nathan síðan 10. september. Leitarsvæðið er afar torfarið og hefur leit ekki enn borið árangur.  Ljósmynd: Marcin Kamienski

Námskeið í fjallabjörgun

posted Apr 29, 2013, 6:40 AM by einarlar@kyndillmos.is

Þrír félagar úr Kyndli tóku þátt í fjallabjörgunarnámskeiði helgina 19-21 apríl síðastliðinn.

Á námskeiðinu kynnast nemendur grunnatriðum fjallabjörgunar. Farið er yfir ýmis atriði er tengjast fjallabjörgun eins og ferðast upp og niður línur, uppsetningu á öryggis- og aðallínu, hvernig björgunarmanni er slakað niður og tekinn aftur upp, innsetningar á tryggingum fyrir björgunarmenn og sjúklinga og margt fleira. 

Á föstudeginum var farið yfir fræðileg atriði er tengjast fjallabjörgun, hvað þarf að hafa í huga, hvaða krafta er verið að vinna með, hvaða verkfæri og tól eru notuð, hvaða hnútar eru mikilvægir og svo framvegis.

Farið var í verklegar æfingar á laugar- og sunnudeginum. Á laugardaginn var haldið á Þingvelli þar sem æfð var björgun í klettum og líkt eftir aðstæðum þar sem björgunarmaður þarf að síga niður og ná í slasaðan einstakling.

Á sunnudeginum voru æfingar í Búhömrum í vestanverðri Esjunni. Þar voru framkvæmdar æfingar með sjúkling í sjúkrabörum sem þurfti að koma niður bratta brekku.

Báða dagana sem farið var í verklegar æfingar sáu nemendurnir alfarið um að setja upp tryggingar og tengja línur inn í þær. Allt var þetta gert undir handleiðslu þaulvanra fjallabjörgunarmanna og undanfara frá Hjálparsveit Skáta í Garðabæ (HSSG).

Eftir námskeiðið hafa því þrír nýjir aðilar bæst í hóp þeirra innan Kyndils sem geta farið í björgun í fjalllendi og starfað þar við hlið undanfara. Þetta er afa mikilvægt þar sem Mosfellsbær er bókstaflega umkringdur fjöllum og Esjan er í næsta nágreni við okkur. Innan Kyndils fer einnig fram öflugt starf fjallahóps sem heldur reglulegar æfingar.

Mikill bratti og ekki hægt að athafna sig öðruvísi en að setja upp viðeigandi línur og kerfi fyrir sjúkrabörurnar til að koma þeim niður


Uppsetning á tryggingum og gert klárt fyrir björgun

Hluti af þeim tryggingum sem settar voru upp í Esjunni

Verið að slaka sjúkling í börum niður bratta brekku

Það þarf að hnýta nokkra hnúta, þarna sést hvernig börunar eru bundnar inn í "kerfið"


Tækjamóti Landsbjargar að Fjallabaki lokið

posted Mar 18, 2013, 4:58 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Mar 18, 2013, 5:26 AM ]

Helgina 15-17 mars var haldið tækjamót Landsbjargar inni á Fjallabaki. Kyndill sendi 2 jeppa, 2 fjórhjól, 1 buggy bíl og 5 sleða. Í heildina voru á svæðinu um 35 jeppar 45 sleðar, 3 snjóbílar, frá björgunarsveitum af öllu landinu.

(Jeppaflotinn við Strútslaug)

Tækjamótið tókst vel í alla staði og sá Kyndill um skipulagningu fyrir sleðana og stjórnaði æfingunum fyrir þá. Einnig tók Kyndill að sér að elda ofan í allan mannskapinn eða um 150 manns. Voru það meistarakokkanir Arnar Linden og Stefán Gröndal sem stóðu vaktini við grillið og grilluðu ófá kílóin af lambalæri. Með lambinu var boðið upp á villisveppasósu, bernéssósu, hrásalat og kartöflusalat. 

(Arnar og Stefán voru grillmeistarar helgarinnar)

Við fengum frábært veður alla helgina, sól og blíðu og þegar að kvölda tók fengum við mikið sjónarspil norðurljósa og stjörnubjarts himins.


(Mælifell norðan Mýrdalsjökuls)

1-10 of 58