Dagbók‎ > ‎

6. Október 2008 - Tvö útköll sama daginn

posted Dec 8, 2008, 4:26 PM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Dec 8, 2008, 4:27 PM ]
Í kvöld var Kyndill kallaður út til að aðstoða ökumann bíls sem var fastur rétt utan við Mosfellsbæinn þegar boðað var í innanbæjarleit í Sundahverfinu.  Voru Kyndilsmenn því með fyrstu sveitum á staðinn og tilbúnir í leit.  Viðbragðsflýtir sveitarinnar var óvenju góður í þetta sinn því við vorum að renna í hús eftir skottúr á Fjallabak og allir í galla í bílnum þegar fyrra útkallið kom.
Comments