Dagbók‎ > ‎

8. Desember 2008 - Fastur bíll á Nesjavallavegi

posted Dec 9, 2008, 2:09 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
Um 2 í nótt barst beiðni um aðstoð frá Nesjavallavegi þar sem þrír ungir menn voru búnir að festa bíl í skafli rétt fyrir ofan Nesjavallavirkjun.  Kyndill renndi uppeftir og kom mönnunum til byggða.  Voru þeir í bíltúr til að hvíla sig frá próflestri og lentu í talsverðum vandræðum þar sem ekkert farsímasamband var þar sem þeir sátu fastir. Þurftu þeir því að príla upp á næstu hæð illa útbúnir til göngu í snjó til að komast í farsímafæri.
Comments