Dagbók‎ > ‎

F3 - Fastir Bílar á Mosfellsheiði

posted Jan 17, 2018, 10:41 AM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Jan 23, 2018, 10:27 AM ]
Einn hópur frá Kyndli ásamt flestum Björgunarsveitum á Höfuborgarsvæðinu fengu óveðursverkefni á Mosfellsheiði í gær rétt eftir kl 15:00
30 fastir bílar og tvær 50 manna rútur voru strand uppá háheiði. Önnur rúta var þvert á veginn og byrjað var að koma fólkinu úr henni í skjól niður við Laxnes svo hægt væri að athafna sig við rútuna. Náðist að losa rútunni svo hægt væri að komast að hinum bílunum. Tókst vel að leysa úr bílaflækjunni og kom snjómoksturvél frá Þingvöllum til hjálpar og Snjóbíllinn Ísak fá Björgunarsveitinni Ársæl létti verkið til muna.
Allir bílar voru komnir niður af heiði í kringum kvöldmatarleitið.  
Margar hendur vinna létt verk.
Mynd: Frá ruv.is
Comments