Dagbók‎ > ‎

F3- Tveir fastir bílar á Mosfellsheiði

posted Jan 23, 2018, 10:10 AM by Hrannar Sigurðsson   [ updated Jan 23, 2018, 10:24 AM ]
Kyndill var kallaður út kl 01:39 aðfara nótt þriðjudag. 23.janúar.
Tveir bílar höfðu ætlað að fara línuveginn frá Helgufossi að bjarga bíl félaga síns en svo skall á vonsku veður og villtust þeir af leið og festu bíla sína í snjó.
 Voru bílarnir búnir að vera fastir síðan kl 19 um kvöldið. 
Bílar og ökumenn voru báðir vanbúnir fyrir fjallaakstur. 

Einn hópur fór úr húsi að bjarga 5manns sem höfðu fest bíla sína við Leirvogsvatn í miklum snjó. 
Erfilega gékk að komast að fólkinu því skyggni var lélegt og færi þungt á köflum. Mikið bras var á heiðinni og endaði það þannig að Kyndill 3 missti afturdrifið og þurfti eingöngu að treysta á framdrifið sem gékk erfilega í þessu færi
Kl: 03:30 var Kyndill 4 kallaður út til að koma Kyndil 3 til aðstoðar og komast að mannskapnum.
Komið var að mannskapnum kl 05:30 og var annar bílinn losaður og elti hann Kyndilsmenn í bæinn. Hinn var skilinn eftir rafmagnslaus.

Kyndill kom í hús kl  07:30 og var þetta löng og viðburðarík nótt hjá okkur.Comments