Dagbók‎ > ‎

Fótbrot í Esjunni

posted Jun 5, 2009, 9:23 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
Kyndill hefur verið kallaður tvisvar út með stuttu millibili að aðstoða við sjúkraflutninga í Esjunni.  Fyrir tveimur vikum ökklabrotnaði erlend kona rétt fyrir ofan þriðju stiku og talsvert vestan megin við göngustíginn og í gær fótbrotnaði kona ofarlega í Eiríksmýrinni.  Sjúkraflutningar í fjallendi eru afar erfiðir og þarf mikinn mannskap til að tryggja öryggi þess sem flytja þarf.
Comments