Dagbók‎ > ‎

Kölluðu kaldir eftir aðstoð

posted Feb 6, 2011, 2:12 PM by Bent Helgason

Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út um sexleytið í dag til aðstoðar tveimur fjórhjólamönnum sem fest höfðu hjól sitt í á rétt við Tröllafoss. Neðan við Stardal. Mennirnir þurftu að vaða í land en áin er full af krapa og frekar djúp á þessum stað og voru þeir því mjög kaldir og volkaðir og ákváðu að kalla eftir aðstoð.

Tveir hópar  voru sendir á staðinn, hlúðu að mönnunum og komu þeim í sjúkrabíl sem beið í Mosfellsdal. Það.tók björgunarmenn um 1 tíma að ná fjórhjólinu á land vegna krapa

Comments