Dagbók‎ > ‎

Kyndill veiðir jeppamenn upp úr laxveiðiá

posted Sep 8, 2009, 4:08 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
6 manna teymi frá Kyndli var kallað út á miðvikudagskvöldið síðasta til að sækja jeppa í miðja Laxá í Kjós.  Jeppinn sat fastur á stórgrýti og höfðu farþegar vaðið í land og báðu um aðstoð björgunarsveita.  Sett var dráttartóg í bílinn til að losa hann auk þess sem björgunarsveitarmenn þurftu að vaða á undan bílnum til að koma honum í land enda bæði talsverðir hylir í ánni auk stórgrýtis. Björgun við þessar aðstæður getur orðið erfið enda árbotninn bæði háll og grýttur auk þess sem myrkur eykur áhættuna við verkefnið.

Smellið á myndina til að lesa fréttina í Fréttablaðinu
Comments