Dagbók‎ > ‎

Leit á Fjallabaki

posted Oct 6, 2013, 11:33 AM by Gudbrandur Örn Arnarson   [ updated Oct 6, 2013, 11:34 AM ]
Kyndill hefur tekið þátt í leitinni að Nathan Foley-Mendelssohn 34 ára bandaríkjamanni sem talið er að hafi týnst í nágrenni við Landmannalaugar. Nathan hugðist ganga Laugaveginn og lagði af stað þriðjudaginn 10. september frá Laugum. Þennan dag var veður vont og daginn eftir eða 11. september var afar vont veður, stormur og mikil ofankoma. Ekkert hefur heyrst frá Nathan síðan 10. september. Leitarsvæðið er afar torfarið og hefur leit ekki enn borið árangur.  Ljósmynd: Marcin Kamienski
Comments