Dagbók‎ > ‎

Leit á Sólheimajökli

posted Nov 12, 2011, 1:55 PM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Nov 12, 2011, 2:02 PM ]
Leitarhópar frá Kyndli hafa undnfarna daga tekið þátt í leitinni að Daniel Markus Hoij, sænskum ferðamanni sem leitað hefur verið síðan á miðvikudag.  Neyðarlínu barst neyðarkall frá manninum seint á miðvikudagskvöld og taldi hann sig vera á jökli.  Björgunarsveitir hafa leitað allan sólarhringinn við afar erfiðar aðstæður og veður hefur verið vont.

Í dag fannst maðurinn látinn í sprungu í rúmlega 600 metra hæð í jöklinum.