Dagbók‎ > ‎

Manns leitað á Eyjafjallajökli

posted Jan 28, 2011, 11:52 PM by Bent Helgason

27. janúar 2011

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að hefja leit að erlendum ferðamanni sem saknað er á Eyjafjallajökli. Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Varð hann viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka.

Comments