Dagbók‎ > ‎

Margar beiðnir um aðstoð síðustu daga

posted Jan 28, 2012, 12:51 PM by Íris Eva Einarsdóttir
Mikið hefur verið að gera í aðstoðarbeiðnum hjá Kyndli undanfarna daga, eins og hjá fleirum björgunarsveitum um allt land. Mikill snjór, bylur og erfiðar aðstæður hafa valdið miklum erfiðleikum fyrir landsmenn að komast leiða sinnar.
Kyndill aðstoðaði m.a. við lokun Reykjanesbrautar og lokun Hellisheiðar vegna veðurs.
Nokkur óveðursútköll hafa verið sem staðið hafa yfir heilu næturnar. Fólki var aðstoðað við að losa bílana sína og komast klakklaust á aðfangastað.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa engin slys orðið á fólki. 

 
 
 
Comments