Dagbók‎ > ‎

Ófærðarútkall á Mosfellsheiði á aðfangadagskvöld

posted Dec 25, 2013, 3:16 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Dec 25, 2013, 3:16 AM ]
Kyndill ásamt flestum öðrum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu fékk ærin verkefni á Mosfellsheiðinni og Nesjavallaleið vegna ófærðar. Alls var rúmlega 60 manns komið byggða og tóku um 50 björgunarsveitarmenn í 18 hópum þátt í verkefninu sem hófst rétt áður en jólasteikin var á borð borin og lauk um 2 í nótt.  Sem betur fer kom rúmlega klukkustundar hlé í útköllum þannig að flestir náðu samveru með fjölskyldu sinni þangað til að ræst var út aftur.

Comments