Dagbók‎ > ‎

Óveðursútkall

posted Mar 7, 2013, 2:51 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Mar 7, 2013, 2:58 AM ]
Í gær var heildarútkall hjá Kyndli og voru allir bílar sveitarinnar í verkefnum frá morgni til kvölds.  Verstur var veðurofsinn á Vesturlandsveginum þar sem mikið hættuástand skapaðist þegar stór flutningabíll með tengivagni rann út af veginum og lokaði báðum akgreinum til Mosfellsbæjar.  Kyndill þurfti að sinna bráðaútköllum í Mosfellsbæ þar sem sjúkrabílar komust ekki framhjá flutningabílnum.

Vel tókst til að leysa öll þau verkefni sem upp komu og leystust þau öll farsællega.


Comments