Dagbók‎ > ‎

Slasaður maður í Botnsúlum

posted Oct 21, 2012, 1:52 PM by Íris Eva Einarsdóttir
Um kvöldmataleytið í kvöld, 21. október, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og af Vesturlandi kallaðar út vegna slasaðs manns í Botnsúlum.
 
7 menn frá Kyndli fóru af stað á tveimur bílum með tvö fjórhjól og tvo sleða. Maðurinn var svo sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og er að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.
 
"Maður sem var á göngu með þremur félögum sínum í norðurhlíð vestursúlunnar hrasaði og rann niður hlíðar fjallsins og meiddist á baki. Á þessari stundu er ekki vitað hversu alvarlega slasaður maðurinn er en vegna eðlis bakmeiðsla voru sveitirnar kallaðar út á rauðu útkalli, þ.e. fyrsta forgangi."  - www.landsbjörg.is
Comments