Dagbók‎ > ‎

Sleðaútkall í Esju og fastur bíll

posted Feb 5, 2012, 10:09 AM by Íris Eva Einarsdóttir
Um tvö leytið í dag, 5. febrúar, kom útkall um vélsleðaslys í  fjallshlíðum Esju og fór sleðaflokkur Kyndils á svæðið með fjóra sleða. Maðurinn sem slasaðist féll af sleðanum sínum og fékk við það höfuðhögg og áverka á bak og hálsi. Í tengslum við útkallið komu um 20 björgunarsveitarmenn að málum og Kyndill sá um vettvangsstjórn ásamt svæðisstjórninni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var á æfingarflugi og var kölluð til, hún sótti slasaða manninn og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi til nánari skoðunar. Aðgerðin gekk vel fyrir sig og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn ferðafélaga hins slasaða til byggða. 

Föstudaginn 3. febrúar fór Kyndill einnig í útkall og aðstoðaði fólk sem búið var að festa bílinn sinn við Stardal í átt að Tröllafossi. Aðgerðin þar gekk fljótt og vel fyrir sig og voru engin slys á fólki. 
 
Comments