Dagbók‎ > ‎

Tveggja manna leitað á Skarðsheiði

posted Dec 22, 2008, 9:45 AM by Guðbrandur Örn Arnarson
Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita að tveimur mönnum sem lentu í hrakningum á Skarðsheiði á laugardagskvöld og voru við að örmagnast.  Sleðaflokkur Kyndils var settur í viðbragðsstöðu og voru í húsi að gera sig klára til leitar er mennirnir fundust.  Þyrla Landhelgisgæslunnar sá um að koma öðrum manninum á sjúkrahús þar sem talsvert var af honum dregið. 
Comments