Dagbók‎ > ‎

Útkall á Fjallabaki

posted Apr 7, 2010, 5:04 AM by Guðbrandur Örn Arnarson   [ updated Apr 7, 2010, 5:24 AM by Bent Helgason ]
Hópur frá Kyndli tók þátt í leit að þremur ferðamönnum í nágrenni við Einhyrning í Fljótshlíð og á Fjallabaki í gær.  Fimm sleðamenn og tveir menn á jeppa leituðu við erfiðar aðstæður að karlmanni og tveimur konum sem fóru á jeppling að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi frá Fljótshlíðinni. Önnur konan fannst á lífi en köld og hrakin fljótlega eftir að leit hófst en karlmaðurinn og hin konan fundust látin nokkru síðar konan nálægt bíl ferðalanganna við Bláfjallakvísl og maðurinn við Hattafell. Alls tóku um 270 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni.  Leitarsvæðið náði frá Fljótshlíð að Mýrdalssandi og nokkuð upp á Fjallabak.
Comments