Dagbók‎ > ‎

Útkall F2-Gulur: Fótbrotinn maður í Botnsúlum

posted Mar 14, 2013, 7:36 AM by einarlar@kyndillmos.is   [ updated Mar 14, 2013, 10:51 AM by Gudbrandur Örn Arnarson ]
Stórt útkall var hjá okkur í Kyndli föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Maður hafði hrasað í vestari súlunni og fótbrotnað illa. Í fyrstu voru snjótæki boðuð á staðinn en síðar kom í ljós að vélsleðar gætu ekki athafnað sig á svæðinu sökum snjóleysis.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sá um að ferja björgunarmenn upp í fjall til hins slasaða þar sem að ferðin sóttist hægt á jeppum og snjóbílum upp fjallið sökum erfiðra aðstæðna á Leggjarbrjótsleið.

Kyndill sendi sleða, fjórhjól og jeppa á staðinn. Einn jeppi frá okkur keyrði áleiðis að slysstað og svo fóru tvo fjórhjól alveg upp að slysstað. Einnig fór vaskur hópur fjallabjörgunnarmanna um borð í þyrluna og voru þeir fluttir um 500 m. frá slysstað.


Comments