Dagbók‎ > ‎

Útkall F3-Gulur

posted Jan 12, 2014, 10:45 AM by Kyndill Mosfellsbæ   [ updated Jan 12, 2014, 10:49 AM ]
Tveir hópar frá Kyndli tóku um helgina þátt í leit að ungum manni sem týndist við Saltvík á Kjalarnesi.  Alls voru rúmlega 100 björgunarsveitarmenn að störfum ásamt lögreglu og landhelgisgæslu við afar erfiðar aðstæður.  Fjörur voru gengnar og leitað var í nánasta nágrenni Saltvíkur á landi.