Tveir hópar frá Kyndli tóku um helgina þátt í leit að ungum manni sem týndist við Saltvík á Kjalarnesi. Alls voru rúmlega 100 björgunarsveitarmenn að störfum ásamt lögreglu og landhelgisgæslu við afar erfiðar aðstæður. Fjörur voru gengnar og leitað var í nánasta nágrenni Saltvíkur á landi. |