Dagbók‎ > ‎

Viðburðarríkur maí mánuður

posted May 25, 2011, 2:21 PM by Kyndill Mosfellsbæ
Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum undanfarið og byrjaði maí mánuður hjá Kyndli með útkalli 9. maí þar sem leitað var að göngumanni í Esjunni sem hafði bæði villst og örmagnast.   Maðurinn fannst eftir stutta leit þrekaður en að öðru leiti við góða heilsu.  12. maí var annað útkall í Esjuna þar sem aðstoða þurfti konu sem hafði slasast á gönguleiðinni upp að Þverfellshorni.  Í dag var síðan allsherjarútkall vegna erlends ferðamanns sem var týndur á Sprengisandi.  Sérhæfðir sleðamenn Kyndils lögðu af stað til leitar frá bækistöð okkar í Völuteig en útkallið var afturkallað þegar maðurinn fannst heill á húfi af þyrlu Landhelgisgæslunnar.